Þorrablót Blindrafélagsins 2020.

Frost er úti fuglinn minn_ 1

Kátir voru karlar 1

Minn kvenna_ 1

Krummi krunkar úti 1

Anna í Hlíð_ 1

Minni Karla_ 1

Krummavísur 1

Á Sprengisandi 1

Undir Bláhimni 1

Ólafur Liljurós_ 1

Nú er úti norðanvindur 1

Að lífið sé skjálfandi 1

Ljúfa Anna_ 1

Litla flugan_ 1

Þorraþrællinn 1866_ 1

Í Hlíðarendakoti 1

Tryggðapantarnir 1

Kötukvæði 1

Det var brændevin i flasken_ 1

Þórður sjómaður 1

 

 

Frost er úti fuglinn minn

Frost er úti fuglinn minn
ég finn hvað þér er kalt.
Nærðu engu í nefið þitt
því nú er frosið allt.

En ef þú bíður augnablik
ég ætla að flýta mér
og biðja hana mömmu mína
um mylsnu handa þér.

 

Kátir voru karlar

Kátir voru karlar
á Kútter Haraldi.
Til fiskiveiða fóru
frá Akranesi
og allir komu þeir aftur
og enginn þeirra dó.
Af ánægju út að eyrum
hver einasta kerling hló.

Hún hló, hló,
hún skelli, skellihló.
Hún hló, hló,
hún skelli, skellihló.
Hún hló, hló,
hún skelli, skellihló.
Hún hló, hló,
hún skelli, skellihló.

 

Minn kvenna

Fósturlandsins Freyja
Fagra vanadís
Móðir, kona, meyja
Meðtak lof og prís!
Blessað sé þitt blíða
bros og gullin tár;
Þú ert lands og lýða
ljós í þúsund ár!

 

Krummi krunkar úti

Krummi krunkar úti,
kallar á nafna sinn.
Ég fann höfuð af hrúti,
hrygg og gæru skinn.

Komdu nú og kroppaður með mér
krummi nafni minn.

Komdu nú og kroppaður með mér
krummi nafni minn.

 

Anna í Hlíð

Ég fór að smala kindum hér
kvöld eitt fram í dal
og kominn var ég lengst inn í bláan fjallasal.
Þá ungri mætti ég blómarós
með augun djúp og blíð
og er ég spyr að nafni, hún ansar:
"Anna í Hlíð."
Anna í Hlíð, Anna í Hlíð,
með augun blá, svo yndisfríð
af ástarþrá ég kvalir líð.
Anna í Hlíð, Anna í Hlíð,
nei, engin er eins fríð
og hún Anna mín í Hlíð.

 

Minni Karla

Táp og fjör og frískir menn
Finnast hér á landi enn,
Þéttir á velli og þéttir í lund,
Þrautagóðir á raunastund.
Djúp og blá, blíðum hjá
Brosa drósum hvarmaljós.
Norðurstranda stuðlaberg
Stendur enn á gömlum merg.

 

Krummavísur

Krummi svaf í kletta gjá, -
kaldri vetrar nóttu á,
   verður margt að meini;
fyrr en dagur fagur rann
freðið nefið dregur hann
   undan stórum steini.

Allt er frosið úti gor,
ekkert fæst við ströndu mor,
   svengd er metti mína;
ef að húsum heim ég fer,
heimafrakkur bannar mér
   seppi´ úr sorpi´ að tína.

Öll er þakin ísi jörð,
ekki séð á holta börð
   fleygir fuglar geta;
en þó leiti út um ,
auða hvergi lítur ;
   hvað á hrafn að éta?

Á sér krummi ýfði stél,
einnig brýndi gogginn vel,
   flaug úr fjalla gjótum;
lítur yfir byggð og bú,
á bæjum fyrr en vakna hjú;
   veifar vængjum skjótum.

Sálaður á síðu lá
sauður feitur garði hjá,
   fyrrum frár á velli.
Krúnk, krúnk! nafnar, komið hér!
krúnk, krúnk! því oss búin er
   krás á köldu svelli.

 

Á Sprengisandi

Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn
Rennur sól á bak við Arnarfell
Hér á reiki' er margur óhreinn andinn
Úr því fer að skyggja á jökulsvell

   Drottinn leiði drösulinn minn
   Drjúgur verður síðasti áfanginn

Þei þei, þei þei. Þaut í holti tófa
Þurran vill hún blóði væta góm
Eða líka einhver var að hóa
Undarlega digrum karlaróm

   Útilegumenn í Ódáðahraun
   Eru kannski' að smala fé á laun

Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn
Rökkrið er að síga' á Herðubreið
Álfadrotting er að beisla gandinn
Ekki' er gott að verða' á hennar leið

   Vænsta klárinn vildi' ég gefa til
   Að vera kominn ofan í Kiðagil

Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn
Rennur sól á bak við Arnarfell
Hér á reiki' er margur óhreinn andinn
Úr því fer að skyggja á jökulsvell

   Drottinn leiði drösulinn minn
   Drjúgur verður síðasti áfanginn

 

Undir Bláhimni

Undir bláhimni blíðsumars nætur
barst' í arma mér rósfagra mey.
Meðan döggin á grasinu grætur
gárast tjörnin af suðrænum þey.
Ég var snortin af yndisleik þínum
ástarþráin er vonunum felld.
Þú ert ljósblik á lífshimni mínum
þú ert ljóð mitt og stjarna í kveld.

Ég vil dansa við þig meðan dunar
þetta draumalíða lag sem ég ann.
Meðan fjörið í æðum funar
og af fögnuði hjart mitt barann.
Og svo dönsum við dátt þá er gaman
meðan dagur í austrinu rís.
Og svo leiðumst við syngjandi saman
út í sumarsins paradís.

 

Ólafur Liljurós

Ólafur reið með björgum fram,
villir hann,
stillir hann
hitti'hann fyrir sér álfarann,
þar rauður logi brann.
Blíðan lagði byrinn undan björgunum,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

Þar kom út ein álfamær,
villir hann,
stillir hann
sú var ekki kristni kær.
þar rauður logi brann.
Blíðan lagði byrinn undan björgunum,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

Þar kom út ein önnur,
villir hann,
stillir hann
hélt á silfurkönnu.
þar rauður logi brann.
Blíðan lagði byrinn undan björgunum,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

Þar kom út hin þriðja,
villir hann,
stillir hann
með gullband um sig miðja.
þar rauður logi brann.
Blíðan lagði byrinn undan björgunum,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

 

Nú er úti norðanvindur

Nú er úti norðanvindur,
nú er hvítur Esjutindur,
ef ég ætti útikindur,
mundi ég setja þær allar inn,
elsku besti vinur minn.

  Úmbarassa, úmbarassa, úmbarassasa
  Úmbarassa, úmbarassa, úmbarassasa

Upp er runninn öskudagur,
ákaflega skýr og fagur,
einn með poka ekki ragur,
úti vappa heims um ból,
góðan daginn og gleðileg jól

  Úmbarassa, úmbarassa, úmbarassasa
  Úmbarassa, úmbarassa, úmbarassasa

Elsku besti stálargrér,
heyrir þú hvað ég segi þér,
þú hefur étið úldið smér,
og dálítið af snæri,
elsku vinurinn kæri.

  Úmbarassa, úmbarassa, úmbarassasa
  Úmbarassa, úmbarassa, úmbarassasa

Þarna sé ég fé á beit,
ei er því að leyna.
Nú er ég komin upp í sveit
á rútunni hans Steina,
þú veist hvað ég meina.

  Úmbarassa, úmbarassa, úmbarassasa
  Úmbarassa, úmbarassa, úmbarassasa

 

Að lífið sé skjálfandi

Að lífið sé skjálfandi lítið gras,
má lesa í kvæði eftir Matthías
en allir vita hver örlög fær
urt sem hvergi í vætu nær.

   Viðlag:
   Mikið lifandi skelfingar ósköp er gaman
   að vera svolítið hífaður.

Það sæmir mér ekki sem Íslending
að efast um þjóðskáldsins staðhæfing.
En skrælna úr þurrki ég víst ei vil
og vökva því lífsblómið af og til.

Nú þekkist sú skoðun og þykir fín
að þetta vort jarðlíf sé ekkert grín.
Menn eiga að lifa hér ósköp trist
og öðlast í himninum sæluvist.

En ég verð að telja það tryggara
að taka út forskot á sæluna,
því fyrir því fæst ekkert garantí
að hjá Guði ég komist á fyllerí.

 

Ljúfa Anna

Ljúfa Anna, láttu mig vissu fá.
Þú ein getur læknað mín hjartasár.
Í kvöld er ég sigli á sænum
í svala ljúfa blænum,
æ, komdu þá svo blíð á brá
út í bátinn mér einum hjá.

 

Litla flugan

Lækur tifar létt um máða steina.
Lítil fjóla grær við skriðufót.
Bláskel liggur brotin milli hleina.
Í bænum hvílir íturvaxin snót.

Og ef ég væri orðin lítil fluga
Ég inn um gluggann þreytti flugið mitt.
Og þó ég ei til annars mætti duga
Ég eflaust gæti kitlað nefið þitt.

 

Þorraþrællinn 1866

Nú er frost á Fróni,
frýs í æðum blóð.
Kveður kuldaljóð
Kári í jötunmóð.
Yfir laxalóni
liggur klakaþil.
Hlær við hríðarbyl
hamragil.
Mararbára blá
brotnar þung og há
unnar steinum á,
yggld og grett á brá.
Yfir aflatjóni
æðrast skipstjórinn.
Harmar hlutinn sinn
hásetinn.

Horfir á heyjaforðann
hryggur búandinn:
„Minnkar stabbinn minn,
magnast harðindin. –
Nú er hann enn á norðan,
næðir kuldaél
yfir móa og mel,
myrkt sem hel.“
Bóndans býli á
björtum þeytir snjá.
Hjúin döpur hjá
honum sitja þá.
Hvítleit hringaskorðan
huggar manninn trautt:
Brátt er búrið autt,
búið snautt.

Þögull Þorri heyrir
þetta harmakvein,
en gefur grið ei nein,
glíkur hörðum stein,
engri skepnu eirir,
alla fjær og nær
kuldaklónum slær
og kalt við hlær:
„Bóndi minn, þitt bú
betur stunda þú.
Hugarhrelling sú,
er hart þér þjakar nú,
þá mun hverfa, en fleiri
höpp þér falla í skaut.
Senn er sigruð þraut,
ég svíf á braut.“

 

Í Hlíðarendakoti

Fyrr var oft í koti kátt,
krakkar léku saman,
þar var löngum hlegið hátt,
hent að mörgu gaman.
Úti' um stéttar urðu þar
einatt skrítnar sögur,
þegar saman safnast var
sumarkvöldin fögur.

Eins við brugðum okkur þá
oft á milli bæja
til að kankast eitthvað á
eða til að hlæja.
Margt eitt kvöld og margan dag
máttum við í næði
æfa saman eitthvert lag
eða syngja kvæði.

Bænum mínum heima hjá
Hlíðar brekkum undir
er svo margt að minnast á,
margar glaðar stundir.
Því vill hvarfla hugurinn,
heillavinir góðir,
heim í gamla hópinn minn,
heim á fornar slóðir.

 

Tryggðapantarnir

Komdu og skoðaðu' í kistuna mína,
í kössum og handröðum á ég þar nóg,
sem mér hafa gefið í minningu sína,
meyjarnar allar, sem brugðust mér þó,
í handröðum þessum ég hitt og þetta á,
sem heldur en ekki er fróðlegt að sjá.

Rósaklút þennan hún Guðrún mín gaf mér,
það gekk allt í spaugi í rökkrinu þá.
Seinna dró gleðina' og gamanið af mér.
Ég grét eins og krakki, þá hana ég sá
vefja' að sér beykirinn, þörf var mér þá
að þurrka' af mér skælurnar klútgreyinu á

Hildur mín gaf mér nú hringinn þann arna
er hringar sig líkt eins og ormur að sjá.
Hann er sem eilífðin, horfðu´á að tarna!
En hvað löng varð eilífðin? Mánuði þrjá!
Sitthvað ég líkt með þeim síðar meir fann,
sú kunni að snúa sér rétt eins og hann.

Þarna hef ég undur af öðru eins maður!
Önnum og Gunnum og Kristínum frá.
Það er til vonar ég væri' ekki glaður.
En ég verð aldrei hnugginn og það muntu sjá
að enn hafa stúlkurnar mætur á mér
mun ég þó fyrst um sinn trúa' þeim ver.

 

Kötukvæði

Það var um kvöld eitt að Kötu ég mætti.
Hún var að koma af engjunum heim.
Það var í ágúst að áliðnum slætti
og nærri aldimmt á kvöldunum þeim.

Hún var svo ung eins og angandi rósin.
Ég hafði aldrei séð hana fyrr.
Um vanga dönsuðu lokkarnir ljósir
og augun leiftruðu þögul og kyrr.

   Hlýtt ég tók í hönd á Kötu,
   horfði í augun djúp og blá.
   Gengum síðan burt af götu,
   geymdi okkur náttmyrkrið þá.

En þegar eldaði aftur og birti
í hjarta ákafan kenndi ég sting,
og fyrir augum af angist mér syrti.
Hún var með einfaldan giftingarhring

 

Det var brændevin i flasken

Det var brændevin i flasken
Det var brændevin í flasken da vi kom,
det var brændevin í flasken da vi kom.
Men da vi gik, var den tom.
Det var brændevin í flasken da vi kom.

   Syng jah, jah, jibbi, jibbi jah,
   syng jah, jah, jibbi, jibbi jah.
   Men da vi gik var den tom.

Det var brændevin i flasken da vi kom.
Det var whisky i en kasse som vi fik,
det var whisky i en kasse som vi fik.
Men da vi gik, var vi ,,hik''.
Det var whisky i en kasse som vi fik.

De var allesammen jomfru da vi kom,
de var allesammen jomfru da vi kom.
Men da vi gik var de bom.
De var allesammen jomfru da vi kom.

 

Þórður sjómaður

Hann elskaði þilför, hann Þórður,
og því komst hann ungur á flot.
Og hann kunni betur við Halann
en hleinarnar neðan við Kot.
Hann kærði sig ekkert um konur,
en kunni að glingra við stút,
og tæki hann upp pyttu,
er töf varð á löndun
hann tók hana hvíldarlaust út.

   Og þá var hann vanur að segja si svona:
   "Ja, sjómennskan er ekkert grín.
   Þó skyldi ég sigla um eilífan aldur,
   ef öldurnar breyttust í vín
   Já, sjómennskan, já, sjómennskan,
   já, sjómennskan er ekkert grín"

Og þannig leið ævin hans Þórðar
við þrældóm og vosbúð og sukk.
Svo kvaddi hann lífið eitt kvöldið.
Þeir kenndu það of miklum drukk.
Og enn þegar sjóhetjur setjast
að sumbli og liðkast um mál
þá tæma þeir ölkollu honum til heiðurs
og hrópa í fögnuði: Skál!