Góðan dag.
Sala á miðum í vetrarhappdrætti Blindrafélagsins er hafin. Með kaupum á happdrættismiða leggur þú þitt að mörkum við að blindir og sjónskertir einstaklingar geti lifað sjálfstæðu, innihaldsríku lífi á eigin forsendum.
  Bakhjarlar hafa þegar fengið greiðsluseðil sendan í heimabanka sinn en einnig er hægt að ganga frá kaupum með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan.
  Líkt og vanalega eru vinningarnir hver öðrum glæsilegri og hver veit nema heppnin verði með þér þetta árið.
  Kaupa happdrættismiða í vefverslun Blindrafélagsins
  
 •	Toyota Yaris Cross Hybrid Active FWD, 5 dyra, 1.5, sjálfskiptur, að verðmæti kr. 5.580.000.
  •	10 gjafabréf frá Erninum, hvert að verðmæti kr. 500.000.
  •	20 ferðavinningar með leiguflugi frá Heimsferðum, hver að verðmæti  kr. 300.000.
  •	55 gistivinningar í standard tveggja manna herbergi með morgunverði í 7 nætur á Íslandshóteli að eigin vali, hver að verðmæti kr. 188.300. 
  •	25 Samsung Galaxy Z Flip4 snjallsímar, hver að verðmæti kr. 179.900. 
  •	20 gjafakort frá Smáralind, hvert að verðmæti kr. 100.000.
Dregið verður í happdrættinu þann 14. desember og vinningaskrá birt á heimasíðu Blindrafélagsins.
Innilegar þakkir fyrir stuðning þinn til Blindrafélagsins.
Kær kveðja,
  starfsfólk Blindrafélagsins.