Háskóli Íslands. Fundarröð Nýsköpun - Hagnýtum hugvitið. Blindir fá Hljóðsýn. Rúnar Unnþórsson, prófessor í iðnaðarverkfræði. Árni Kristjánsson, prófessor í sálfræði. Haldinn í Hátíðasal Háskólans, miðvikudaginn 23. janúar 2019 klukkan 12:00. Nánar Frumkvöðlarnir Rúnar Unnþórsson, prófessor í iðnaðarverkfræði, og Árni Kristjánsson, prófessor í sálfræði, flytja fyrirlestur í röðinni „Nýsköpun – Hagnýtum hugvitið“ þann 23. janúar 2019 í Hátíðasal Háskóla Íslands. Rúnar og Árni og samstarfsfólk þeirra hafa vakið mikla athygli fyrir rannsóknarverkefnið Sound of Vision sem hlaut fyrstu verðlaun í úrslitum Nýsköpunarverðlauna framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Innovation Radar Prize 2018, sem afhent voru í Vín á dögunum. Rúnar og Árni munu fjalla um áskoranir í verkefninu og nýsköpunarþátt þess en markmið þess er að þróa hátæknibúnað til þess að hjálpa blindum og sjónskertum að skynja umhverfi sitt. Nánari upplýsingar um erindið eru á vef Háskóla Íslands: https://www.hi.is/vidburdir/blindir_fa_hljodsyn_nyskopun_i_fremstu_rod