Félagsfundur í Blindrafélaginu samtökum blindra og sjónskertra á Íslandi haldinn að Hamrahlíð 17. Meigin efni fundarins: Afhending þriggja leiðsöguhunda og kynning á bráðabirgðaniðurstöðum könnunar um húnsnæðismál sem Gallup er að vinna fyrir Blindrafélagið. 1. Formaður félagsins Sigþór U. Hallfreðsson setti fund kl. 17.05 og bauð alla fundarmenn velkomna. Sagði allt benda til þess að rekstur Blindrafélagsins og Blindravinnustofunnar væri í samræmi við áætlanir þegar 9 mánaða uppgjör væru skoðuð. Hann sagði að þeir fiskuðu sem réru og til þess þyrfti samhentar áhafnir og fundarmenn klöppuðu fyrir starfsfólki Blindrafélagsins og Blindravinnustofunnar. Formaðurr vék að viðhaldsframkvæmdum í Hamrahlíð 17 og sagði fyrsta áfanga lokið. Samið var við Verkhaf hf. um þær. Hugsanlegt er að klára framkvæmdir á næsta ári, 80 ára afmælisári Blindrafélagsins. Þá ræddi hann líka um viðhaldsframkvæmdir innan húss. Formaður vék síðan að ýmsum viðburðum sem eru framundan og hvatti fólk til þátttöku. Þá vék formaður að 80 ára afmælishaldi Blindrafélagsins. Dagskráin mun hefjast á afmælisdaginn 19 ágúst og stefnt er að því að félagsmenn taki virkan þátt í dagskrá menningarnætur laugardaginn 24. ágúst. Þar munu listamenn innan félagsins fá að njóta sín. Svo vonar formaður að góð þáttaka verði í Reykjavíkurmaraþoninu frá félagsmönnum, fjölskyldum þeirra og velunnurum Blindrafélagsins í nafni Blindrafélagsins. Að þessu loknu setti formaður fundinn formlega. 2. Þá kynntu fundarmenn sig. Alls voru um 30 manns á fundinum, þar af 4 - 5 utan félags. 3. Næst var kjör fundarstjóra og fundarritara. Stungið var upp á Helga Hjörvar sem fundarstjóra og Gísla Helgasyni sem fundarritara. Var það samþykkt samhljóða. 4. Fundargerð síðasta félagsfundar frá 22. mars sl. var lögð fram og samþykkt samhljóða. 5. Afhending þriggja leiðsöguhunda. Fundarstjóri gaf Lilju Sveinsdóttur formanni leiðsöguhundadeildar félagsins orðið. Hún bauð nýja notendur sérstaklega velkomna og lýsti því hversu krefjandi en ánægjulegt og gott væri að hafa leiðsöguhund. Björk Arnardóttir tók næst til máls en hún er hundaþjálfari og iðjuþjálfi. Hún hefur nýlega verið ráðin til starfa hjá þjónustu og þekkingarmiðstöðinni til þess að sinna iðjuþjálfun og leiðsöguhundum. Hún fjallaði um þjálfun leiðsöguhundanna en Ingimundur Magnússon hundaþjálfari hefur unnið með henni að þjálfun þessara þriggja hunda sem nú eru komnir til landsins. Bæði hafa þau langa reynslu af hundaþjálfun, Björk 15 ára og Ingimundur hefur þjálfað aðallega björgunarhunda í 35 ár. Síðan lýsti Björk notagildi leiðsöguhunda sem hjálpartæki og fjallaði um ýmislegt varðandi þá. Þeir hafa m. a. rofið félagslega einangrun, stuðlað að aukinni hreyfingu og bættri heilsu, verið vinir og sálufélagar og lyft andanum þegar það á við, auk notagildisins við leiðsögn. Þá afhenti Rúna Björg Vilhjálmsdóttir kynningarfulltrúi frá Acana á Íslandi veglega gjöf í tilefni afhendingarinnar, en um er að ræða fóður og ýmisleggt sem kemur sér vel fyrir hundana og notendur þeirra. Helgi Hjörvar tók rækilega undir orð Bjarkar og vitnaði til ævarandi vináttu X heitins leiðsöguhundsins síns sem lést í sumar sem leið. Þá tók formaður Blindrafélagsins til máls. Þakkaði höfðinglega gjöf frá Acana á Íslandi og gat þess að sumir dagar væru öðruvísi en aðrir dagar og merkilegri. Og á sumum dögum geta gömul og gild orðatiltæki orðið að öfugmælum og þannig dagur væri í dag. Í dag væri góður dagur til að fara í hundana. Formaður ryfjaði upp þegar fyrstu leiðsöguhundarnir á vegum Blindrafélagsins komu til landsins árið 2008 og talaði um gott samstarf félagsins og Þjónustu og þekkingarmiðstöðvarinnar í því sambandi. Hann nefndi að leiðsöguhundar væru skilgreindir sem hjálpartæki í regnlgerð nr. 233 frá 12. mars 2010 um úthlutun á hjálpartækjum á vegum miðstöðvarinnar. Í reglugerð um hollustuhætti er notanda með leiðsöguhund tryggður aðgengisréttur umfram aðra hundaeigendur og samkvæmt henni má starfandi leiðsöguhundur fara á alla þá staði sem opnir eru almenningi, veitingastaði, verslanir, gististaði, sundstaði, íþrótta og leikhús, strætisvagna og flugvélar. Notandi á ekki að þurfa að borga undir hundinn, sé ferðast með hann í samgöngutækjum einsog flugvélum. Og sérstaklega er tekið fram að hundurinn á að fylgja notandanum og undirstrikað að hann þurfi ekki að vera í farangursrými. 2011 var ákvæðum fjöleignarhúsalaga um hundahald breytt af gefnu tilefni þannig að einn eigandi gæti ekki komið í veg fyrir að leiðsöguhundur væri í fjölbýlishúsi. En ekki má ferðast með leiðsöguhund til og frá landinu. Það fer enginn erlendis með leiðsöguhundinn sinn í stutt frí eða vinnuferð þegar hundurinn er skikkaður í fjögurra vikna kostnaðarsama einangrun við komuna til landsins aftur. Formaður sagði þetta í hrópandi mótsögn við þann meigin tilgang að notandinn geti nýtt sér leiðsöguhundinn til þess að auka sjálfstæði sitt við umferli. Þetta þurfi að laga o að því stefnir Blindrafélagið. Formaður kvað félagið hafa lagt út með stuðningi ýmissa aðila um 80 milljónir króna til þessa verkefnis þar sem hið opinbera greiðir ekki hundana sem hjálpartæki. Félaginu væri það bæði ljúft og skilt. Þessi fjárfesting hefur skapað notendum ómetanleg tækifæri og aukin lífsgæði sem ekki er hægt að meta til fjár. Um fjármögnun leiðsöguhundanna nefndi formaður til sögunnar alla þá sem keypt hafa leiðsöguhundadagatal félagsins, bein framlög frá Blindrafélaginu og hina góðu bakhjarla þess, Blindravinafélag Íslands, Lionshreyfinguna á Íslandi og marga fleiri sem lagt hafa þessu verkefni lið á einneðag annan hátt. Formaður afhenti síðan Margréti Maríu Sigurðardóttur forstjóra Þjónustu og þekkingarmiðstöðvarinnar hundana til eignar og úthlutunar og gat þess í leiðinni að í dag væri góður dagur til að fara í hundana. Margrét þakkaði og sagði frá afa sínum sem hundur, reyndar óþjálfaður nema sem smalahundur bjargaði frá bráðum bana þegar hann hafði næstum hrapað fyrir björg vegna þoku. Hún kvaðst binda miklar vonir við þetta verkefni og afhenti notendunum síðan leiðsöguhundana. Þau sem fengu hunda voru: Þorkell Jóhann Steindal, Krzysztof Jerzy Gancarek og Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir. 6. Þá var næst tekinn fyrir liðurinn önnur mál. Gísli Helgason gerði að umtalsefni miðlun upplýsinga frá forystumönnum Blindrafélagsins. Hér áður voru formenn og framkvæmdastjórar duglegir að miðla ýmsum upplýsingum um ýmislegt sem væri á döfinni eða að segja frá ráðstefnum og fundum sem fulltrúar félagsins hafa sótt. Forystumenn félagsins láta aldrei heyra frá sér á opinberum vettvangi og nefndi listann nýjan blindlist sem kom í staðinn fyrir póstlista Blindrafélagsins, blindlist. Harmaði að menn nýttu ekki nýjan blindlist að hálfu stjórnar til umræðna. Aukin félagsleg umræða væri einungis til góðs en ekki mætti festast í því farinu að láta aldrei neitt frá sér vegna þess að gamli blindlist hefði farið úr böndunum. Friðjón Erlendsson spurði um þjálfun leiðsöguhunda og hvenær best væri að hefja þjálfun þeirra. Ingimundur Magnússon hundaþjálfari sagði að því fyrr sem farið væri að þjálfa hunda, þeim mun betra. Rósa María Hjörvar formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins sagðist nú um stundir starfa á skrifstofu bandalagsins að kjaramálum. Hún hvatti fólk eindregið til þess að skoða fésbókarsíðu Öryrkjabandalagsins þvíað baráttan snérist nú um að hækka örorkulífeyri og afnema krónu á móti krónu skerðingu á örorkulífeyri, en mikill þrístingur væri nú settur á þing menn að hálfu Öryrkjabandalagsins. Til stendur að minnka á fjárlögum verulega það fjármagn sem lofað hefur verið í þennan málaflokk. Hún brýndi fólk til þess að beita öllum tiltækum ráðum til þess að vekja athygli á þessum málum, m. a. að mæta á þingpalla og setja sig í samband við þingmenn eða fleiri vegna þessara kjaramála. Lilja Sveinsdóttir vakti athygli á að núna væru alls 8 leiðsöguhundar á Íslandi og þar af þrír íslenskir.