Valdar greinar, 7. tölublað 44. árgangs 2019. Útgefandi: Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi. Ritstjóri Gísli Helgason. Ábyrgðarmaður Sigþór U. Hallfreðsson. Útgáfudagur 12. apríl 2019. Heildartími: 2 klst. og 1 mín. Efnisyfirlit: 01a Kynning og efnisyfirlit 5.58 mín. Tilkynningar og fréttnæmt efni: 01b Tilkynning um aðalfund Blindrafélagsins 11. maí nk. 4.19 mín. 01c Sjóðurinn Stuðningur til sjálfstæðis auglýsir eftir styrkumsóknum. 1.19 mín. 01d Um opið hús á þriðjudögum og fimmtudögum á næstu vikum. 1.10 mín. 01e Þjónustukönnun á vegum aðgengisfulltrúa Blindrafélagsins. 0.21 mín. 01f Prjónakaffi 16. apríl 0.21 mín. 01g Tveir fyrir einn á vortónleika Karlakórs Kjalnesinga 13. apríl 1.42 mín. Efni vegna aðalfundar 11. maí: 02 Lesin fundargerð síðasta aðalfundar 12. maí 2018. 21.45 mín. Ályktanir frá aðalfundi 2018: 02a Meðferðir við blinduvaldandi sjúkdómum eru að verða að veruleika. 2.47 mín. 02b Rétturinn til að lesa eru mannréttindi. 3.27 mín. 02c Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. 1.48 mín. Efni frá Öryrkjabandalagi Íslands: 03a "Er verið að svelta okkur til hlýðni"? Grein eftir Halldór Sævar Guðbergsson varaformann Öryrkjabandalagsins. www.obi.is 8. apríl 4.07 mín. 03b "Myndu 248.000 krónur fyrir skatt duga þér?" Formaður ÖBÍ fjallar um ný gerða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og hver næstu skref ættu að verða. www.obi.is 5. apríl 2.26 mín. 03c Sími ÖBÍ rauðglóandi vegna kjarasamninga. 2.59 mín. 04 Pistill eftir Þorkel Jóhann Steindal sem fjallar um reynslu hans af leiðsöguhundi. Þorkell fékk úthlutuðum leiðsöguhundi í nóvember og sendi pistil um reynslu sína og hundsins af hvor öðrum. 4.37 mín. Viðtal 05 Ágústa Gunnarsdóttir ræðir við Maríu Hildiþórsdóttur kennsluráðgjafa á Þjónustu og þekkingarmiðstöðinni. María segir skemmtilega frá störfum sínum og segir stuttlega frá lífshlaupi sínu. 23.46 mín. 06 Spjallfundur á vegum stjórnar Blindrafélagsins 11. apríl. Þar var fjallað um hugtakið sjálfstæði, með tilliti til blinds og sjónskerts fólks. Frummælandi var Eyþór Kamban Þrastarson. 37.14 mín. 07 Lokaorð ritstjóra. 0.29 mín. Flytjendur efnis auk ritstjóra og Dóru og Karls: Ingimar Karl Helgason, Ágústa Gunnarsdóttir, María Hildiþórsdóttir, Sigþór U. Hallfreðsson, Eyþór Kamban Þrastarson, Marjakaisa Matthíasson, Lilja Sveinsdóttir, Valdís Óskarsdóttir, Elín Bjarnadóttir, Kristinn Halldór Einarsson, Baldur Snær sigurðsson og fleiri á spjallfundi stjórnar 11. apríl sl. Hljóðritað hjá Hljóðbók slf í apríl 2019. Allar hljóðskrár eru á mp3 sniði. Athugið að fyrir neðan nafn hverrar greinar er lengd hennar í mínútum og sekúndum. Valdar greinar eru nú gefnar út í Daisy-formi og eru aðgengilegar þannig í Vefvarpi Blindrafélagsins og á geisladiskum sem félagar Blindrafélagsins geta fengið senda sér að kostnaðarlausu. Þeir sem eru með daisy-spilara eða vefvarpstæki geta farið á milli fyrirsagna með örvalyklum á tækjunum.