Valdar greinar, 16. tölublað 42. árgangur 2017. Útgefandi: Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi. Ritstjóri: Gísli Helgason. Ábyrgðarmaður: Sigþór U. Hallfreðsson. Útgáfudagur 8. september 2017. Heildartími: 2 klukkustundir og 38 mínútur. Flytjendur efnis auk ritstjóra og talgervlanna Karls og Dóru: Allar hljóðskrár eru á mp3 sniði. Athugið að fyrir neðan nafn hverrar greinar er lengd hennar í mínútum og sekúndum. Valdar greinar eru gefnar útí Daisy-formi og eru aðgengilegar þannig í Vefvarpi Blindrafélagsins og á geisladiskum sem félagar Blindrafélagsins geta fengið senda sér að kostnaðarlausu. Ekki eru lengur lesnar greinar úr blöðum eða vefmiðlum, heldur flutt efni sem tengist Blindrafélaginu og ritstjóri og aðrir leggja til. Þeir sem eru með daisy-spilara eða vefvarpstæki geta farið á milli fyrirsagna með örvalyklum á tækjunum. Efnisyfirlit: 01a Kynning og stiklað yfir efni Valdra greina. 9,50 mín. 01b afmæliskveðjur, 0,26 mín. 01c Tilkynning um ráðstefnu um rafrænt aðgengi. Ráðstefnan er á vegum Blindrafélagsins, haldin 12. september. 0,58 mín. 01d Auglýst laust til umsóknar starf trúnaðarmanns á vegum Blindrafélagsins. 0,41 mín. 01d1 Prjónakaffi að Hamrahlíð 17, þriðjudaginn 19. september. 0,21 mín. 01d2 Spjallfundur á vegum stjórnar Blindrafélagsins í hádeginu miðvikudaginn 27. september. Fjallað verður um heyrn, hvernig við nýtum heyrnina sem best og verndum hana. 'Spjallað um heyrnartól. 1,23 mín. 01e Sjóðurinn Stuðningur til sjálfstæðis, styrktarsjóður Blindravinafélags Íslands og Blindrafélagsins auglýsir eftir styrkumsóknum. 2,47 mín. 01f Tilkynning frá skemmtinefnd Blindrafélagsins til tónlistarfólks innan félagsins. 0,31mín. 01g Bókmenntaklúbbur Blindrafélagsins hefur starfsemi sína innan skamms. Fyrsti fundurinn þriðjudaginn 19. september. 0,40 mín. 01h Auglýsing um fund fólksins sem haldinn verður að þessu sinni á Akureyri. 0,57 mín. 01i Námskeið í líkamsþjálfun fyrir blint og sjónskert fólk. 2,00 mín. 01j Auglýst vatnsleikfimi á vegum Trimmklúbbsins Eddu og spjallað við Ólaf Þór Jónsson um gildi vatnsleikfimi. 3,10 mín. 01k Námskeið á vegum Þjónustu og þekkingarmiðstöðvarinnar um aðlögun að sjónmissi. 1,43 mín. 01l Tölvunámskeið á vegum tómstundanefndar. Námskeiðið er ætlað fólki sem er byrjendur á tölvur og skammt á veg komið. 1,28 mín. 01l1 Tilkynning frá Skrifstofu Blindrafélagsins til þeirra sem hyggjast kaupa sér tölvur. Tilkynningin er í framhaldi af tilkynningu hér á undan um tölvunámskeið. 0,49 mín. 01m Visalnámskeið á vegum Blindrafélagsins. Námskeiðið er ætlað eldri borgurum sem vilja auka þekkingu sína á félagsmálum og efla sjálfsímynd sína. 2,35 mín. 01n Handverksnámskeið á vegum tómstundanefndar Blindrafélagsins. 1,11 mín. 01o Tilkynning um tilnefningar til hvatningaverðlauna Öryrkjabandalagsins. 2,38 mín. 01p Tilkynning um Evrópu unga fólksins. 0,46 mín. 02 Hafþór Ragnarsson kynnir nýjar hljóðbækur frá Hljóðbókasafn Íslands. 13,33 mín. Annað efni: 03 Dagana 1. - 3. september sl. voru haldnar helgarbúðir fyrir blind og sjónskert börn á aldrinum 9 - 14 ára. Marjakaisa Matthíasson var ein þeirra sem vann í helgarbúðunum og sendi okkur hljóðritanir þaðan með farsímanum sínum. Þar má heyra spjall við nokkra þátttakendur og frábæran blokkflautuleik. 15,59 mín. 04 Þess er minnst að 35 ár eru liðin síðan útvarpsþættirnir Snerting, þættir um málefni blindra og sjónskertra voru á dagskrá Ríkisútvarpsins en þeir hófu göngu sína 2. júní 1982 og voru á dagskrá Ríkisútvarpsins í rúm 2 ár. Flutt upphaf fyrsta þáttarins. 4,04 mín. Viðtöl: 05 Endurflutt viðtal Arnþórs Helgasonar við Unu Þ. Steinþórsdóttur kennara en hjónin Una Steinþórsdóttir og Bessi Gíslason eru foreldrar tvíburasystranna Sigrúnar og Sólveigar Bessadætra. Una fjallar um þjónustu sem foreldrarnir fengu í Danmörku þegar þau bjuggu þar og systurnar fæddust mjög sjónskertar. Þá fjallar Una um málefni blindra og sjónskertra barna og flest af því sem hún segir stenst tímans tönn. Undir lok viðtalsins spjallar Arnþór við Sólveigu sem var þá tæplega 5 ára gömul. Viðtalið er úr útvarpsþættinum Snerting frá 7. júlí 1982. 15,40 mín. 06 Gísli Helgason ræðir við Hjalta Sigurðsson sem var kjörinn í stjórn Blindrafélagsins á síðasta aðalfundi félagsins. Hjalti segir frá lífshlaupi sínu, þar á meðal frá þeim tíma sem hann bjó og vann í Finnlandi í um áratug. 33,07 mín. 07 Rætt við Ólaf Þór Jónsson formann lionsklúbbsins Perlunnar um klúbbinn og starfsemi hans. 6,23 mín. 08 Í nóvember 2005 fór Ágústa Gunnarsdóttir í opið hús og spjallaði við Guðrúnu Ásmundsdóttur leikkonu sem stjórnaði þá opnu húsi. Einnig heyrist í nokkrum þátttakendum þar. 13,14 mín. 09 Óðinn Jónsson og Björn Þór Sigbjörnsson ræða við Þórunni Sveinbjörnsdóttur formann Landsambands eldri borgara um kjör eldri borgara, en þar eru margar blikur á lofti. Í spjalli þeirra kemur m. a. fram að tekjuskerðing er mikil ef eldri borgarar hafa einhverjar tekjur. Ræddar eru hugmyndir um að sleppa tekjuskerðingum og að hætta að stimpla fólk út þegar það verður sjötugt. Viðtalið var flutt á Morgunvakt Rásar 1 5. september sl. og er flutt með leyfi þáttarstjórnenda. 20,11 mín. 10 Lokaorð ritstjóra. 0,21 mín.