Valdar greinar, 5. tölublað 42. árgangur 2017. Útgefandi: Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi. Ritstjóri: Gísli Helgason. Ábyrgðarmaður: Sigþór U. Hallfreðsson. Útgáfudagur 6. mars 2017. Heildartími: 1 klukkustundir og 46 mínútur. Flytjendur efnis auk ritstjóra og Dóru og Karls: Dagný Kristjánsdóttir, Arnþór Helgason, Dóra Hannesdóttir, Ágústa Eir Gunnarsdóttir, Herdís Hallvarðsdóttir og Ingi Gunnar Jóhannsson. Hljóðritað hjá Hljóðbók.slf í mars 2017. Allar hljóðskrár eru á mp3 sniði. Athugið að fyrir neðan nafn hverrar greinar er lengd hennar í mínútum og sekúndum. Valdar greinar eru gefnar útí Daisy-formi og eru aðgengilegar þannig í Vefvarpi Blindrafélagsins og á geisladiskum sem félagar Blindrafélagsins geta fengið senda sér að kostnaðarlausu. Ekki eru lengur lesnar greinar úr blöðum eða vefmiðlum, heldur flutt efni sem tengist Blindrafélaginu og ritstjóri og aðrir leggja til. Þeir sem eru með daisy-spilara eða vefvarpstæki geta farið á milli fyrirsagna með örvalyklum á tækjunum. Efnisyfirlit: 01 Kynning og efnisyfirlit. 6,05 mín 01b Nokkur orð frá ritstjóra. 3,39 mín. Tilkynningar og fréttnæmt efni: 01c Stjórn Blindrafélagsins gengst fyrir hádegisspjalli miðvikudaginn 8. mars að Hamrahlíð 17. Þar gefst félögum kostur á að ræða ýmsa hluti við stjórn. 0,55 mín. 01d "Að varðveita lífsgleðina". Fræðsluerindi um andlega heilsu og vellíðan 9. mars kl. 17:00 að Hamrahlíð 17. Erindinu var frestað frá 2. mars til þess 9. vegna veikinda fyrirlesara. Katrín Sverrisdóttir sálfræðingur fjallar um að varðveita lífsgleðina. Hún fjallar um leiða, depurð og þunglyndi. Hver eru hættumerkin og leiðirnar til þess að bregðast við í tíma. Þetta er 2. fyrirlesturinn á vegum Blindrafélagsins í fyrirlestraröðinni andleg vellíðan þar sem fjallað verður um orsakir ýmissa þátta á andlega líðan og heilsu. 0,50 mín. 01e Tilkynning um félagsfund 16. mars. 0,44 mín. 01f Íbúð auglýst til leigu að Hamrahlíð 17. 0,50 mín. 01g Prjónakvöld að Hamrahlíð 17 21. mars. 0,19 mín. 01h Gönguferð á vegum ferða- og útivistarnefndar 12. mars frá Hamrahlíð 17. 0,56 mín. 01i "Er leiðin greið". Málþing um aðferðafræði varðandi algilda hönnun. Haldið að Grandhóteli í Reykjavík föstudaginn 10. mars. Málþingið er á vegum Öryrkjabandalagsins í samvinnu við Blindrafélagið, Verkís hf. og Átak, félags fólks með þroskahömlun. Það er í samvinnu við Umferðastofu, mannvirkjastofnun og Vegagerðina. Birt verður dagskrá málþingsins. 3,48 mín. 01j Tilkynning um sýningu í Hamrahlíð 17 18. mars, en þá verður sýning Dagnýjar Kristjánsdóttur á servíettum og pezköllum. 0,35 mín. 01k Öryrkjabandalag Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki til ýmissa hagnýtra verkefna sem tengjast hagsmunum fatlaðs fólks og öryrkja í samræmi við málefni, markmið og/eða stefnu Öryrkjabandalagsins. 1,34 mín. Annað efni: 01l Dagný Kristjánsdóttir segir frá sýningu á servíettum og pezköllum sem hún ætlar að vera með í Hamrahlíð 17, 18. mars. Dagný átti rúmlega 27.000 servíettur og um 130 pezkalla, þegar viðtalið var tekið 28. febrúar sl. 4,02 mín. 02 Lesin fundargerð félagsfundar Blindrafélagsins frá 10. nóvember 2016. Fundargerðin verður borin upp til samþykktar á félagsfundinum 16. mars nk. 6,01 mín. 03 Tæknihugleiðingar frá Arnþóri Helgasyni, sem hann flytur. Aðsent efni. 15,31 mín. 04 Endurflutt viðtal við Dóru Hannesdóttur af Völdum greinum frá 1999. Dóra vann við skrifstofustörf hjá félaginu og varð síðar gjaldkeri félagsins. Hún vann í um aldarfjórðung hjá félaginu. Dóra hlaut gulllampa félagsins 1999. Ágústa Gunnarsdóttir tók viðtalið við Dóru. 26,13 mín. Blaða og tímaritsgreinar: 05 "Nýjar víddir í Winter park". Hreyfihömluð á skíði í fyrsta sinn í Colorado. Morgunblaðið 23. febrúar. 3:38 mín. 06 "Hleypt í Höskuldsey". Kafli úr sögu Lukku, en Lukka var bátur sem sigldi á Breiðafirði í mörg ár. Þar segir frá miklum hrakningum á þessum litla vélbát. Frásögn eftir Kristin Nikulásson. www.flatey.com 33,07 mín.