Valdar greinar, 2. tölublað 42. árgangur 2017. Útgefandi: Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi. Ritstjóri: Gísli Helgason. Ábyrgðarmaður: Sigþór U. Hallfreðsson. Útgáfudagur 23. janúar 2016. Heildartími: 1 klukkustund og 8 mínútur. Flytjendur efnis auk ritstjóra og Dóru og Karls: Ursula Van Ballskum og af gömlu segulbandi Pétur Hoffmann Salómonsson.: Hljóðritað hjá Hljóðbók.slf í janúar 2016. Allar hljóðskrár eru á mp3 sniði. Athugið að fyrir neðan nafn hverrar greinar er lengd hennar í mínútum og sekúndum. Valdar greinar eru gefnar útí Daisy-formi og eru aðgengilegar þannig í Vefvarpi Blindrafélagsins og á geisladiskum sem félagar Blindrafélagsins geta fengið senda sér að kostnaðarlausu. Ekki eru lengur lesnar greinar úr blöðum eða vefmiðlum, heldur flutt efni sem tengist Blindrafélaginu og ritstjóri og aðrir leggja til. Þeir sem eru með daisy-spilara eða vefvarpstæki geta farið á milli fyrirsagna með örvalyklum á tækjunum. Efnisyfirlit: 01a Kynning og stiklað á því helsta sem er á Völdum greinum. 8:34 mín. 01b Nokkur orð frá ritstjóra, í tilefni 85 ára afmælis Blindravinafélags Íslands og fleira. 3:12 mín. Tilkynningar og fréttnæmt efni: 01c Tilkynning frá jafnréttisnefnd um tæknikvöld 25. janúar að Hamrahlíð 17. 0:40 mín. 01d Fræðsluerindi um svefn og svefntruflanir 2. febrúar. Á næstu mánuðum stendur stjórn Blindrafélagsins fyrir röð fræðslufyrirlestera undir yfirskriftinni Andleg vellíðan, þar sem fjallað verður um orsakir og afleiðingar ýmissa þátta á andlega líðan og heilsu. Fyrsti af þremur fyrirlestrum verður haldinn fimmtudaginn 2. febrúar nk. að Hamrahlíð 17, þar sem fjallað verður um svefn og svefntruflanir og hvað er til ráða ef við sofum ekki vel. Fyrirlesarar verða Brynhildur Schewing thorsteinsson sálfræðingur og Halldór Sævar Guðbergsson. 0:46 mín. 01e Þorrablót Blindrafélagsins verður haldið laugardaginn 11. febrúar að Hamrahlíð 17. Nánari upplýsingar síðar. 0:18 mín. 01f Námskeið í hugleiðslu fyrir félagsmenn Blindrafélagsins, aðstandendur og starfsfólk og aðstandendur hefst fimmtudaginn 16. febrúar. Námskeiðið verður í átta skipti. Kennari verður Kristín Sjöfn Valgeirsdóttir jogakennari. Nánari upplýsingar á skrifstofu Blindrafélagsins. 0:47 mín. 01g Trimklúbburinn Edda stendur fyrir vatnsleikfimi í Grensássundlaug á miðvikudögum. 0:39 mín. 01h Þjónustu og þekkingarmiðstöðin stendur fyrir námskeiði í núvitund og góðvild í eigin garð og hefst það 1. febrúar. Skráning er til og með 23. janúar. Leiðbeinandi verður Brynhildur Schewing Thorsteinsson sérfr´ðingur í klíniskri sálfræði, en með henni verður Bryndís Sveinsdóttir sálfræðingur á Þjónustu og þekkingarmiðstöðinni. 1:55 mín. 01i Gönguferð á vegum ferða og útivistarnefndar verður 5. febrúar. 0:22 mín. 01j Feldenkreisnámskeið verður helgina 18. til 19. febrúar nk. 1:17 mín. Viðtal: 02 Gísli Helgason ræðir við Ursulu van Balsgum. Ursula kom til Íslands stuttu eftir seinna stríð og settist hér að. Hún segir frá lífshlaupi sínu, þ. á. m. rekur hún minningar sínar frá Þýskalandi, en Ursula var 9 ára gömul þegar seinni heimsstyrjöldin braust út. Ursula er dótturdóttudóttir síðasta keisara Rússlands af Romanoffættinni. 40:42 mín. 03 Efni úr Eyjapistli frá því í mars 1973, en um þá þætti sáu þeir Arnþór og Gísli Helgasynir. Pétur Hoffmann Salómonsson segir frá ætt og uppruna Gunnhildar kóngamóður sem getið er í njálu. Tilefnið var að Gísli hafði ættfært Gunnhildi ranglega í þætti á undan og Pétur vildi leiðrétta það. 10:08 mín. 04 Lokaorð ritstjóra 0:16 mín.