Valdar greinar, 21. tölublað 41. árgangs 2016. Útgefandi: Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi. Ritstjóri: Gísli Helgason Ábyrgðarmaður: Sigþór U. Hallfreðsson. Útgáfudagur 7. nóvember 2016. Heildartími: 2 klukkustund og 29 mínútur. Flytjendur efnis auk ritstjóra og Dóru og Karls: Baldur Snær Sigurðsson, Hafþór Ragnarsson, Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, GuðbjörgL. Hjartardóttir, og Þórunn Hjartardóttir. Þá heyrist í í Guðfinnu Gyðu Guðmundsdóttur, Ninnu, systur Rósu Guðmundsdóttur sem var ein stofnenda Blindrafélagsins og síðar formaður þess. Rósa flytur einnig gamanbrag eftir sjálfa sig, "leirburður í léttum dúr með alvarlegu ívafi", en bragurinn var fluttur í 40 ára afmælisveislu Blindrafélagsins 19. ágúst 1979. Með rósu leikur Karl Esrason. Inn í spjallið við Ninnu er fléttað hluta af viðtali Arnþórs Helgasonar við Rósu, en þar segir hún frá stofnun Blindrafélagsins. Viðtalið frá 1979. Hljóðritað hjá Hljóðbók.slf í október-nóvember 2016. Allar hljóðskrár eru á mp3 sniði. Athugið að fyrir neðan nafn hverrar greinar er lengd hennar í mínútum og sekúndum. Valdar greinar eru nú gefnar út í Daisy-formi og eru aðgengilegar þannig í Vefvarpi Blindrafélagsins og á geisladiskum sem félagar Blindrafélagsins geta fengið senda sér að kostnaðarlausu. Þeir sem eru með daisy-spilara eða vefvarpstæki geta farið á milli fyrirsagna með örvalyklum á tækjunum. Sumt efni Valdra greina er hljóðritað í sterio. Gott er að nota heyrnartól til þess að hlusta á það efni. Vonandi koma umhverfishljóð ekki að sök, ef svo er skal beðist afsökunar á því. Efnisyfirlit: 01a Kynning og efnisyfirlit 6:27 mín. 01b Auglýsing um félagsfund 10. nóvember ásamt dagskrá. 1:11 mín. 01c Tilkynning frá skemmtinefnd um skemmtikvöld að loknum félagsfundinum 10. nóvember. Boðið upp á pizzu, drykkju og samsöng. 0:34 mín. 01d Auglýsing um fræðslufund á vegum AMD-deildar Blindrafélagsins og Lionsklúbbsins Perlunnar. Einnig auglýstar ókeypis sykurmælingar þann dag á vegum Lionsklúbbsins Perlunar. 0:41 mín. 01e Kaffihlaðborð í boði Oddfellow-kvenna að Hamrahlíð 17 13. nóvember. 0:36 mín. 01f Tómstundanefnd auglýsir jólabingó að Hamrahlíð 17, sunnudaginn 20. nóvember. 0:36 mín. 01g Blindrafélagið óskar eftir upplýsingum um hvernig blindu og sjónskertu fólki gekk að kjósa í síðustu alþingiskosningum. 1:14 mín. 01h Lesin fundargerð félagsfundar 2. mars sl. Fundargerð félagsfundar sem haldinn var 9. og 10. febrúar var lesin upp á síðustu Völdum greinum semm komu út 24. október. Fundargerð frá 9. og 10. febrúar birt aftur hér. Fundargerðirnar verðar bornar upp til samþykktar á félagsfundinum 10. nóvember nk. Fólk er vinsamegast beðið um að kynna sér hþær vel. 01i Lesin fundargerð félagsfundar frá 9. og 10. febrúar. 10:24 mín. 02 Farið í stutta heimsókn í verslun Blindrafélagsins og skoðuð nokkur úr og fleira. Spjallað við Baldur Snæ Sigurðsson sem hvetur fólk til þess að hafa samband og gera tillögur um vörur til sölu í verslunininni. 4:46 mín. 03 Kynning á hljóðbókum frá Hljóðbókasafni Íslands. Hafþór Ragnarsson kynnir nýjar hljóðbækur og Þóra Sigríður Ingólfsdóttir bendir á nokkarar eldri hljóðbækur í safninu. 28:45 mín. 04 Guðbjörg og Þórunn Hjartardætur sjónlýsindur fjalla um sjónlýsingar í viðtali, sem Halla Þórlaug Óskarsdóttir tók við þær og var flutt í Víðsjá á rás 1 Ríkisútvarpsins 13. október sl. Viðtalið var tekið í Gerðarsafni í Kópavogi, en 1. október sl. lýstu þær sýningunni Skúlptúr skúlptúr, sem var í safninu. 14:53 mín. 05 Í tilefni þess að síðast var fjallað um gönguferð 12 manna hóps á Alecante á Spáni, verður endurflutt viðtal við Guðfinnu Gyðu Guðmundsdóttur, Ninnu. Ninna var systir Rósu Guðmundsdóttur fyrrum formanns Blindrafélagsins og eina af stofnendum þess. Í viðtalinu segir Ninna frá æsku þeirra Rósu, en þær voru nátengdar. Hún segir líka frá mörgum erfiðum og skemmtilegum gönguferðum sem þær fóru saman og hvernig hún leiðbeindi Rósu systur sinni sem sá alls ekkert. Ég heimsótti Ninnu árið 2009 í desember. Hún kvaddi þennan heim í lok febrúar 2011. Viðtalið birtist á Völdum greinum í byrjun febrúar 2010. 49:49 mín. 06 "Leirburður í léttum dúr með alvarlegu ívafi". Bragur eftir Rósu Guðmundsdóttur fyrrum formann Blindrafélagsins, en þennan brag flutti hún í 40 ára afmælisveislu Blindrafélagsins, 19. ágúst 1979. Með Rósu leikur Karl Esrason á gítar. 5:43 mín. 07 Lokaorð ritstjóra. 1:07 mín.