Valdar greinar, 17. tölublað 41. árgangs 2016. Útgefandi: Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi. Ritstjóri: Gísli Helgason Ábyrgðarmaður: Sigþór U. Hallfreðsson. Útgáfudagur 12. september 2016. Heildartími: 2 klukkustundir og 15 mínútur. Flytjendur efnis auk ritstjóra og Dóru og Karls: Steinunn Hákonardóttir, Eyþór Kamban Þrastarson, Marjakaisa Matthíasson, Sigþór U. Hallfreðsson, Eilín Soffía Sveinsdóttir, Venný Hönnudóttir, Lilja Sveinsdóttir, Birgir Sveinbjörnsson, Pálmi Stefánsson ásamt fleirum, Rósa María Hjörvar, Arnþór Helgason, Kristinn Halldór Einarsson, Steinar Björgvinsson, Helgi Hjörvar og fleiri. Hljóðritað hjá Hljóðbók.slf í september 2016. Allar hljóðskrár eru á mp3 sniði. Athugið að fyrir neðan nafn hverrar greinar er lengd hennar í mínútum og sekúndum. Valdar greinar eru nú gefnar út í Daisy-formi og eru aðgengilegar þannig í Vefvarpi Blindrafélagsins og á geisladiskum sem félagar Blindrafélagsins geta fengið senda sér að kostnaðarlausu. Þeir sem eru með daisy-spilara eða vefvarpstæki geta farið á milli fyrirsagna með örvalyklum á tækjunum. Efnisyfirlit: 01a Kynning og efnisyfirlit 4:52 mín. 01b Minningarorð ritstjóra um Sigríði Guðmundsdóttur fyrrum lesara efnis á Völdum greinum og Margréti Jensdóttur fyrrum starfsmanns á Blindravinnustofunni ehf. 2:11 mín. Tilkynningar og fréttnæmt efni: 01c Sumarkveðja frá formanni Blindrafélagsins, Sigþóri U. Hallfreðssyni. 2:29 mín. 01d Bókmenntaklúbbur Blindrafélagsins hefur aftur starfsemi 20. september. 0:42 mín. 01e Fræðslufundur á vegum AMD og RP-deilda Blindrafélagsins 21. september. 0:36 mín. 01f Prjónakaffi hefst aftur 20. september. 0:42 mín. 01g Styrktarsjóðurinn Stuðningur til sjálfstæðis auglýsir eftir styrkumsóknum. Umsóknarfrestir er til 1. október 2:55 mín. 01h Um vetrarstarfsemi opins húss. 0:41 mín. 01i Frétt frá Þjónustu og þekkingarmiðstöðinni um afhendingu nýs leiðsöguhunds. 3:01 mín. 01j Um frestun á opnu húsi síðustu viku septembermánaðar. 0:51 mín. 01k Tilkynning um ódýrar tölvuviðgerðir, frá Steinari Björgvinssyni félaga í Blindrafélaginu. 1:24 mín. 01l Tilkynning frá Arnheiði Björnsdóttur ráðgjafa Blindrafélagsins vegna aðgangs félagsmanna Blindrafélagsins að 1818. 1:48 mín. 01m Frá ferða og útivistarnefnd Blindrafélagsins, en nefndin áformar Evrópuferð í haust. 0:55 mín. Annað efni: 02 Efni frá alheimsþingi Blinbra og sjónskertra, sem haldið var í Orlando í Florida í Bandaríkjunum í lok ágúst, byrjun september. Eyþór Kamban Þrastarson, Sigþór U. Hallfreðsson og MarjaKaisa Matthíasson spjalla um þingið, en Eyþór hljóðritaði spjallið í lok þings. 10:32 mín. 03 Fjallað um skýrslu, um aðgengi fatlaðs fólks að ferðamannastöðum á Íslandi, sem unnin var á vegum Átaks, félags fólks með þroskahömlun. Rætt við formann félagsins, höfund skýrslunnar og fleiri. 15:56 mín. 04 Í tilefni áttræðisafmælis Pálma Stefánssonar á Akureyri, 3. september sl. verður endurflutt viðtal Birgis Sveinbjörnssonar frá því í nóvember 2006. Viðtalið var í þætti Birgis, Sagnaslóð, sem fluttur var á Rás 1, Ríkisútvarpsins. 41:57 mín. 05 Frá fundi fólksins í Norræna húsinu 2. september. Þá stóð Blindrafélagið fyrir fundi um stafrænt aðgengi blindra og sjónskertra. Fundarstjóri og framsögumaður: Rósa María Hjörvar. Til máls tóku í umræðum, Arnþór Helgason, Steinar Björgvinsson, Baldur Snær Sigurðsson, Iva Marin Adrichem, Helgi Hjörvar og fleiri. 43:11 mín.