Valdar greinar, 15. tölublað 41. árgangs 2016. Útgefandi: Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi. Ritstjóri: Gísli Helgason Ábyrgðarmaður: Sigþór U. Hallfreðsson. Útgáfudagur 15. ágúst 2016. Heildartími: 1 klukkustundir og 42 mínútur. Flytjendur efnis auk ritstjóra og Dóru og Karls: Helgi Hjörvar, Kristinn Halldór Einarsson og Ólafur Þór Jónsson. Af gömlum segulböndum heyrum við í Halldóri S. Rafnar, hljóðritanir frá Austur-Þýskalandi, Sveini Ásgeirssyni og Stefáni Karlssyni handritafræðingi. Hljóðritað hjá Hljóðbók.slf í ágúst 2016. Allar hljóðskrár eru á mp3 sniði. Athugið að fyrir neðan nafn hverrar greinar er lengd hennar í mínútum og sekúndum. Valdar greinar eru nú gefnar út í Daisy-formi og eru aðgengilegar þannig í Vefvarpi Blindrafélagsins og á geisladiskum sem félagar Blindrafélagsins geta fengið senda sér að kostnaðarlausu. Þeir sem eru með daisy-spilara eða vefvarpstæki geta farið á milli fyrirsagna með örvalyklum á tækjunum. Efnisyfirlit: 01a Kynning og efnisyfirlit. 4:36 mín. Tilkynningar og fréttnæmt efni: 01b Tilkynning frá Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg í Reykjavík, en þar verður boðið upp á sjónlýsingar fyrir blint og sjónskert fólk á næstu menningarnótt, 20. ágúst. 2:10 mín. 01c Steinar Björgvinsson tölvunarfræðingur og félagi í Blindrafélaginu býður upp á tölvuviðgerðir. 1:22 mín. Viðtöl við tvo þátttakendur um ráðstefnu Retina international, sem haldin var í Taivan í sumar. 02 Helgi Hjörvar alþingismaður segir frá ráðstefnunni og hvað honum þótti athyglisverðast. 13:09 mín. 03 Kristinn Halldór Einarsson framkvæmdastjóri Blindrafélagsins fjallar einnig um ráðstefnuna og segir frá kjöri sínu í stjórn Retina international. 15:01 mín. 04 Birt frásögn Halldórs S. Rafnar af Völdum greinum sem komu út 29. ágúst 1976. Halldór fór ásamt Ólafi Þór Jónssyni og eiginkonum þeirra til Austur-Þýskalands í sumarbúðir, sem austurþýsku blindrasamtökin buðu til. Halldór hafði með sér lítið upptökutæki og birtir skemmtilegar hljóðritanir. Þetta eru líklega fyrstu hljóðritanir sem birtast á Völdum greinum frá utan aðkomandi aðila. 5:09 mín. 05 Ólafur Þór Jónsson ryfjar upp þessa ferð sem farin var fyrir fjórum áratugum í viðtali, sem tekið var núna, 10. ágúst. 16:49 mín. 06 "Misráðið að kenna börnum að lesa". Sveinn Ásgeirsson les á Völdum greinum, sem komu út 29. ágúst 1976, en 25. ágúst það ár birtist viðtal við Jón Helgason prófessor í Kaupmannahöfn. Viðtalið er bráðskemmtilegt og lýsir Jóni vel og leiftrandi kímnigáfu hans. 9:02 mín. 07 "Síðasta rannsóknaræfingin". Stefán Karlsson handritafræðingur les smásögu eftir Þórarin Eldjárn, en hún birtist í Þjóðviljanum 29. ágúst 1976. Sagan birtist í tveimur hlutum á Völdum greinum í september það ár. Þórarinn segir frá rannsóknaræfingu í Háskóla Íslands og hvernig fór fyrir íslenskufræðingum þjóðarinnar, þegar þeir höfðu etir samræmdan mat fornan og bergt á guðaveigum ásamt hákarli. 34:49 mín. 08 Lokaorð ritstjóra. 0:16 mín.