Valdar greinar, 10. tölublað 41. árgangur 2016. Útgefandi: Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi. Ritstjóri: Gísli Helgason Ábyrgðarmaður: Sigþór U. Hallfreðsson. Útgáfudagur9. maí 2016. Heildartími: 2 klukkustundir og 24 mínútur. Flytjendur efnis auk ritstjóra og talgervlanna Karls og Dóru: Arnþór Helgason, Hafþór Ragnarsson, Þórunn Hjartardóttir og Margrét F. Sigurðardóttir. Þá heyrist í Þórsteini Bjarnasyni formanni Blindravinafélags Íslands í viðtali frá 1983 og Guðlaugu Benediktsdóttur, sem las eina blaðagrein á Valdar greinar vorið 1976. Hljóðritað hjá Hljóðbók.slf í maí 2016. Allar hljóðskrár eru á mp3 sniði. Athugið að fyrir neðan nafn hverrar greinar er lengd hennar í mínútum og sekúndum. Valdar greinar eru nú gefnar út í Daisy-formi og eru aðgengilegar þannig í Vefvarpi Blindrafélagsins og á geisladiskum sem félagar Blindrafélagsins geta fengið senda sér að kostnaðarlausu. Þeir sem eru með daisy-spilara eða vefvarpstæki geta farið á milli fyrirsagna með örvalyklum á tækjunum. Efnisyfirlit: 01a Kynning og efnisyfirlit. 6:14 mín. 01b Sumarkveðja frá formanni Blindrafélagsins, Sigþóri U. Hallfreðssyni. 3:05 mín. 01c "Stefnumót við framtíðina". Tilkynning frá stjórn Blindrafélagsins um fund 25. maí. 1:44 mín. 01d Ráðgjafi og sjónfræðingur frá Þjónustu og þekkingarmiðstöðinni verða á Akureyri dagana 11. og 12. maí næst komandi. 0:36 mín. 01e S´érstök leiðsögn fyrir blint og sjónskert fólk í Listasafni Íslands laugardaginn fyrir hvítasunnu, 14. maí. 2:22 mín. 01f Síðasta prjonakvold vetrarins í Hamrahlíð 17, 17. maí. 0:28 mín. 01g Um vorhappdrætti Blindrafélagsins 2016. 3:25 mín. 01h Nýir landsbygðarvefir komnir í vefvarpið. 1:07 mín. 01i Vorgleiði skemmtinefndar Blindrafélagsins 4. júní. 1:46 mín. 01j Tilkynning um að DV.is sé nú komið í vefvarpið. 0:43 mín. 01k Tæknipistill frá Arnþóri Helgasyni. Þar fjallar hann m. a. um aðgengi að snjallsímum með talgervli. 7:52 mín. 01l Hafþór Ragnarsson kynnir nýjar hljóðbækur frá Hljóðbókasafni Íslands. 16:40 mín. 01m Kafli úr bókinni "Sveitin í sálinni" eftir Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðing. Þar er birt mjög skemmtileg umsókn um búfjárhald frá Birni J. Andréssyni bónda í Leynimíri, en sú jörð var suðaustan við Öskjuhlíð og Fossvogskirkjugarður þar skammt frá. Við birtum þessa frásögn hér því að Björn í Leynimýri varð síðar fyrsti framkvæmdastjóri Blindrafélagsins. Sagan segir að hann hafi gjarnan borið vörur til og frá félaginu á bakinu. 5:27 mín. Annað efni: 02 "Baráttan um kjörin". Ávarp Arnþórs Helgasonar, sem hann flutti í Seltjarnarnesskirkju 1. maí síðastliðin. 11:20 mín. 03 "Úti vorsins þá er þraut". Um sumarboða, sumargjafir og sumarmálahret. Ritgerð eftir Árna Björnsson þjóðháttafræðing, en hún birtist upphaflega í Árbók fornleifafélagsins 1970. Guðlaug Benediktsdóttir les, en hún kom og las inn á Valdar greinar, þegar lesturinn var undir stjórn Sveins Ásgeirssonar hagfræðings og útvarpsmanns, en Sveinn var félagi í Lionsklúbbnum Nirði. Þjóðviljinn 22. apríl 1976 15:57 mín. 04 Gísli Helgason ræðir við Margréti Friðþóru Sigurðardóttur fyrrum blindrakennara. Margrét hefur manna lengst stundað blindrakennslu hér á landi eða í um fjóra áratugi. Hún segir frá starfsferli sínum og fjallar um þær miklu breytingar sem urðu á kennslumálum blindra og sjónskertra barna og unglinga á starfsferli hennar. Þá er brugðið upp hljóðritun frá 1983, þegar Blindradeildin sem áður var Blindraskóli flutti í Álftamýrarskóla í Reykjavík. Margrét flytur sögulegt yfirlit um kennslu blindra og sjónskertra hér á landi og rætt er við Þórstein Bjarnason, stofnanda Blindravinafélags Íslands og formann þess í um hálfa öld. Úr útvarpsþættinum Snerting frá október 1983, í umsjón Arnþórs Helgasonar. 63:58 mín. 05 lokaorð ritstjóra. 1:04 mín.