Valdar greinar, 1. tölublað 41. árgangur 2016. Útgefandi: Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi. Ritstjóri: Gísli Helgason. Ábyrgðarmaður: Rósa María Hjörvar. Útgáfudagur 4. janúar 2016. Heildartími: 1 klukkustund og 7 mínútur. Flytjendur efnis auk ritstjóra: Hlynur Þór Agnarsson, Þorvaldur Friðriksson, Elísabet Brekkan og fleiri. Hljóðritað hjá Hljóðbók.slf í desember 2015. Allar hljóðskrár eru á mp3 sniði. Athugið að fyrir neðan nafn hverrar greinar er lengd hennar í mínútum og sekúndum. Valdar greinar eru gefnar út í Daisy-formi og eru aðgengilegar þannig í Vefvarpi Blindrafélagsins og á geisladiskum sem félagar Blindrafélagsins geta fengið senda sér að kostnaðarlausu. Ekki eru lengur lesnar greinar úr blöðum eða vefmiðlum, heldur flutt efni sem tengist Blindrafélaginu og ritstjóri og aðrir leggja til. Þeir sem eru með daisy-spilara eða vefvarpstæki geta farið á milli fyrirsagna með örvalyklum á tækjunum. Efnisyfirlit: 01a Kynning og stiklað á því helsta sem er á Völdum greinum. 4:20 mín. Tilkynningar og fréttnæmt efni: 01b Tilkynning frá skemmtinefnd Blindrafélagsins um þorrablót félagsins sem haldið verður 6. febrúar nk. 0:55 mín. 01c Tilkynning um opið hús sem byrjar aftur 5. janúar eftir jólafrí. 0:26 mín. 01d Tilkynning frá bókmenntaklúbbi Blindrafélagsins. 0:43 mín. 01e Prjónakvöld að Hamrahlíð 17, þriðjudaginn 19. janúar nk. 0:31 mín.. Viðtal: 02 Gísli Helgason ræðir við Hlyn Þór Agnarsson tónlistarmann, en hann tók þátt í söng og dægurlagakeppni blindra og sjónskertra tónlistarmanna í Póllandi í nóvember síðastliðnum. Keppnin var á vegum Lionshreyfingarinnar, en Lionsklúbburinn Perlan sá um framkvæmd keppninnar að hálfu Íslands. Í lok viðtalsins er leikið lagið Morninglight eftir Hlyn og Jón Pál Árnason sem samdi textann, en lagið lenti í öðru sæti keppninnar. 8:52 mín. 03 Á Völdum greinum sem komu út í september 2006 lýsti Helga Einarsdóttir Perlunni. Helga starfaði mjög ötullega að málefnum blindra og sjónskertra á meðan hennar naut við. Ágústa Gunnarsdóttir hljóðritaði lýsinguna. 3:06 mín. Frá opnu úsi 19. desember síðast liðin. 04 Elísabet Brekkan segir frá ýmsum jólasiðum, þar á meðal lúsíuhátíðinni sem er upp runnin í Svíþjóð. 18:18 mín. 05 Þorvaldur Friðriksson fjallar um ýmsa siði tengda jólum og fornum hátíðum þegar dagur er sem stystur. Fjallar um tengsl íslenskra hefða við írskar og norrænar hefður. 29:18 mín. 06 Lokaorð ritstjóra 0:27 mín.