Hljóðbrot - Hljóðtímarit Blindrafélagsins - níundi þáttur. Níundi þátturinn af Hljóðbrot, hljóðtímariti Blindrafélagsins er komið út. Þættinum stjórnar Friðrik Friðriksson. Í þessum þætti fáum við innsent hljóðbrot frá Gísla Helgasyni og Herdísi Hallvarðsdóttur úr gönguferð þeirra um Fossvoginn í apríl mánuði. Svarar Guðmundsson sendi inn upplestur úr bókinni sem hann skrifaði sem heitir „Þú ert snillingur“. Friðrik Friðriksson, Baldur Snær Sigurðsson og Hlynur Þór Agnarsson fóru á kjörstað utan kjörfundar og skoðuðu aðgengi fyrir forsetakosningarnar 2020. 01 Kynning. 02 Forsetakosningarnar 2020 - Friðrik Friðriksson, Baldur Snær Sigurðsson og Hlynur Þór Agnarsson 03 „Þú ert snillingur“ - Svavar Guðmundsson og Kolbrún Hjörleifsdóttir. 04 Göngutúr og Fossvogsdalinn - Gísli Helgasson og Herdís Hallvarðsdóttir. 05 Lokaorð Athugasemdir eða hugmyndir um efni í næstu þætti má gjarnan senda á netfangið baldur@blind.is eða hafa samband í síma 525 0000.