Kaffisamsæti í tilefni alþjóðlega sjónverndardagsins sem haldinn var 11. október 2018 að Hamrahlíð 17 kl. 17.00. Kaffisamsætið var haldið af Blindrafélaginu, samtökum blindra og sjónskertra á Íslandi og Lionshreyfingunni á Íslandi. Stjórnandi: Lilja Sveinsdóttir varaformaður Blindrafélagsins. Heildartími hljóðritunar: 58.25 mín. 01 Ávarp formanns Blindrafélagsins Sigþórs U. Hallfreðssonar. 4.32 mín. 02 Tómas Þorbjörnsson frá Lionsklúbbnum Fjörgyn afhentir Blindrafélaginu gpeningagjöf vegna vefvarpsins. Kynning á vefvarpinu, Kristinn Halldór Einarsson framkvæmdastjóri Blindrafélagsins. Þakkarorð formanns Blindrafélagsins. 6.12 mín. 03 Ávarp Bjargar Báru Halldórsdóttur fjölumdæmisstjóra Lions á Íslandi. Þar á eftir gert kaffihlé. 4.55 mín. 04 Erindi Friðberts Jónassonar augnlæknis sem mun fjalla um aldurstengda hrörnun í augnbotnum (AMD) og aðallega segja frá faraldsfræði sjúkdómsins, sjúkdómnum sem blinduvald, erfðafræði og meðferð. Einnig mun hann segja frá hugsanlegum meðferðum sem eru í pípunum. 27.30 mín. 05 Fyrirspurnir og umræður. Lok samsætisins. 15.15 mín.