Félagsfundur í Blindrafélaginu, haldinn 14. nóvember 2019. Félagsfundur í Blindrafélaginu, haldinn fimmtudaginn 14. nóvember kl. 17:00 að Hamrahlíð 17. Fundarstjóri kjörinn Helgi Hjörvar. Fundarritari kjörinn Marjakaisa Matthíasson. Meginefni fundarins var kynning á skýrslu um fjöldaþróun örorkulífeyrisþegar og máltækni. Heildartími um 1 klukkustund og 37 mínútur. Dagskrá fundarins: 01 Fundarsetning. lengd: 3:14 mínútur. 02 Kynning viðstaddra. lengd: 1:50 mínútur. 03 Kosning starfsmanna fundarins. lengd: 0:34 mínútur. 04 Erindi:. Kolbeinn Stefánsson kynnir helstu niðurstöður úr skýrslu sem að hann tók saman um fjöldaþróun örorkulífeyrisþega. lengd: 22:44 mínútur. 05 Fyrirspurnir og umræður. lengd: 22:17 mínútur. 06 Afgreiðsla fundargerðar seinasta félagsfundar. lengd: 0:47 mínútur. 07 Erindi: Anna Björk Nikulásdóttir framkvæmdastjóri SÍM, (SÍM er hópur fagfólks sem vinnur að fyrsta áfanga Íslenskrar máltækniáætlunar) Anna mun gera grein fyrir starfi hópsins og hvaða afurðir muni koma út úr fyrsta áfanga máltækniáætlunarinnar. lengd: 25:33 mínútur. 08 Spurningar og umræður. lengd: 19:03 mínútur. 09 Önnur mál. lengd: 0:38 mínútur. 10 Fundarslit. lengd: 1:59 mínútur.